Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 20:00 í Gullsmára 13 (Félagsheimili aldraðra)
Dagskrá
1. Þorsteinn Tómasson jurtaerfðafræðingur flytur áhugavert erindi um tilraunir með erfðabreytt birki og skýrir frá árangri þessara tilrauna á síðustu árum
2. Bragi Michaelsson segir frá atvinnuátaki félagsins s.l sumar og félagstarfinu
3. Jólahappdrætti (10 jólatré eru vinningar kvöldsins)
Veitingar í boði félagsins.
Stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta félagsmenn og eru aðrir gestir einnig velkomnir!