Aðalfundur Skógræktarfélags Hraungerðishrepps verður haldinn í Þingborg mánudaginn 14. apríl kl. 20-22.
Dagskrá skv. hefðbundnu fundarformi skógræktarfélaga um venjuleg aðalfundarstörf:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar og starfsnefnda – yfirlit um starfsemina á liðnu ári.
4. Reikningar lagðir fram og skýrðir – yfirlit um fjárreiður og eignir félagsins.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Lagðar fram tillögur um lagabreytingar, ef einhverjar eru.
7. Lagðar fram tillögur til ályktunar aðalfundar, ef einhverjar eru.
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og ályktunartillögur.
9. Kosning stjórnar (3), varamanna (2), skoðunarmanns reikninga og starfsnefnda
10. Kosning fulltrúa á aðalfund Skógræktarfélags Árnesinga
11. Önnur mál
Gestur fundarins verður Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga. Hann mun ræða nýútkomna bók, SKÓGARAUÐLINDIN, gefna út af samtökunum Kraftmeiri skógur sem er samstarfsverkefni ýmissa skógræktarverkefna, norrænna háskóla og evrópsku Menntamálastofnunarinnar. Bókin er samsafn greina um ræktun, umhirðu og nýtingu skógarauðlindarinnar.
Kaffiveitingar og almennt spjall um skógrækt og garðyrkju – spurningar og svör.