Skip to main content

Þemadagur skógræktargeirans: Fræöflun og kynbætur

Með 6. nóvember, 2012febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Þemadagur NordGen Skog með yfirskriftinni „Fræöflun og kynbætur – staðan í dag og framtíðin“ verður haldinn á Hótel Örk, Hveragerði 6. nóvember n.k. frá kl. 10:00 – 17:00.

Fundarstjóri þemadagsins verður Jón Geir Pétursson, sérfræðingur á skrifstofu landgæða, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þeim þátttakendum sem skrá sig fyrir 31. okt. verður boðið fundarkaffi og hádegisverður án endurgjalds. Þeir sem skrá sig eftir 31. október þurfa að greiða 3.000 kr. í þátttökugjald. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá Úlfi Óskarssyni á netfangið ulfur@lbhi.is fyrir 31. október.

Þátttakendur bóka sjálfir og greiða gistingu á Hótel Örk í síma 483-4700. Eins manns herbergi með morgunmat kostar 9.900 kr.  en tveggja manna herbergi með morgunmat 13.900 kr. Kvöldverður kostar 5.900 kr.

Í kjölfar fagráðstefnu um kvæmi og klóna á Húsavík 2012 liggur beint við að koma af stað umræðu um fræöflun fyrir íslenska skógrækt. Hvernig gengur okkur að afla þess fræs sem okkur vantar? Eigum við að fara út í meiri kynbætur? Hver er staðan í þessum málum í dag? Hverjar eru úrlausnirnar? Hver verða áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi? Hvernig getum við búið okkur undir breytta tíma hvað varðar vaxtarskilyrði í framtíðinni? Hver á að leiða og bera ábyrgð á Íslenska fræbankanum?

Dagskrá þemadags og nánari upplýsingar má lesa á heimasíðu Skógræktar ríkisins (hér).