Skip to main content

Skemmtilegt heimsmet í gróðursetningu

Með 1. mars, 2010febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Í desember síðast liðnum settu sjálfboðaliðar nýtt heimsmet (vottað af fulltrúum Heimsmetabókar Guinness) í gróðursetningu, þegar 100 sjálfboðaliðar gróðursettu 26,422 plöntur á einum klukkutíma. Gerðist þetta í Gransha Woods í Londonderry  á Norður-Írlandi. Þessi skemmtilegi atburður var hluti af sérstöku átaki undir heitinu Tree O‘Clock, en þá gróðursetti fólk um allt Bretland og víðar á sama klukkutímanum. Var þessi viðburður í tilefni Trjávikunni (National Tree Week) í Bretlandi.

Þess má til gamans geta að metið í gróðursetningu trjáa á 24 tímum af teymi 300 manna eru 541,176 plöntur og var það sett í Pakistan í júlí í fyrra.

Á heimasíðu Guinness World Records má svo finna ýmis önnur skemmtileg met tengd trjám, t.d. stærsta tré sem hefur verið endurplantað, elsta tréð og stærsta lifandi jólatréð.

heimsmetgrodursetning
(Mynd: RF).