Dagana 29. janúar til 1. febrúar stendur Fuglaverndarfélag Íslands fyrir garðfuglaskoðun, þar sem landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í einn klukkutíma í görðum. Markmiðið er að afla upplýsinga um hvaða tegundir eru til staðar og fjölda innan hverrar tegundar.
Nánari upplýsingar má nálgast á vef Fuglaverndar – www.fuglavernd.is.
Af þessu tilefni býður Fuglavernd til fuglaskoðunar laugardaginn 30. janúar. Mæting er á bílastæðinu við Fossvogskirkjugarð kl. 14. Allir velkomnir.
Fuglavernd vill vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra en á myndinni er auðnutittlingur (Mynd: Örn Óskarsson).