Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum í gær, þriðjudaginn 26. ágúst, á nítugasta aldursári. Sigurður var ötull talsmaður skógræktar á Íslandi og studdi við skógræktarfélögin með ráð og dáð. Hann var reglulegur gestur á aðalfundum Skógræktarfélags Íslands í áratugi og skrifaði tugafjöld greina í Skógræktarritið, auk þess að vera ritstjóri þess um tíma. Hann var gerður að heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands árið 1989.
Skógræktarfélag Íslands sendir fjölskyldu og vinum Sigurðar sínar innilegustu samúðarkveðjur, með þökk fyrir áratuga langt og gott samstarf.
(Mynd: JFG)