Skip to main content

Skrúður og Carlo Scarpa – hátíðardagskrá í Menningarmiðstöðinni Edinborg

Með 21. júlí, 2013febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Sunnudaginn 21. júlí n.k. verður boðið til hátíðardagskrár í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni af því að fyrr á þessu ári hlaut garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð, alþjóðleg verðlaun sem kennd eru við ítalska arkitektinn Carlo Skarpa. Fimm fulltrúar úr valnefnd og stjórn Menningarsjóðs Benetton, sem verðlaunin veita, heimsækja landið og mun taka þátt í dagskránni og fræða ráðstefnugesti um sjóðinn, verðlaunin og arkitektinn Carlo Scarpa.

Dagskráin fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sunnudaginn 21. júlí n.k. kl. 9:30-17:00.

Fyrir hádegi verður stutt kynning á sögu byggðar á Vestfjörðum og farið verður í gönguferð á sögustaði í miðbæ Ísafjarðar. Að loknu hádegisverðarhléi kl. 14:00 verða flutt erindi um arkitektinn Carlo Scarpa, sögu Skrúðs og sögu íslenskra garða, og sagt verður frá menningarsjóði Benetton og alþjóðlegu verðlaununum sem kennd eru við Carlo Scarpa.

Í lok dagskrár verður opnuð sýning sem gerð var um Skrúð og sett upp á Ítalíu við afhendingu verðlaunanna s.l. vor. Boðið verður upp á léttar veitingar og óformlegt spjall en dagskránni í Edinborgarhúsinu lýkur kl. 17:00.

Dagskrá í Menningarmiðstöðinni Edinborg

09:30  Ávarp – Brynjólfur Jónsson Framkvæmdasjóði Skrúðs 
Þróun vestfirskra byggða og bæja – kynning 
Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt 
10:00  Skoðunarferð um Ísafjörð í fylgd heimamanna 
12:00  Hádegshlé – (Hádegisverður í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað fyrir þá sem þess óska) 
14:00 Ráðstefna um Skrúð, arkitektinn Carlo Scarpa og Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa 

Ávarp bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar Daníels Jakobssonar 
14:10  Erindi um Carlo Scarpa 

Domenico Luciani arkitekt og formaður Alþjóðaverðlauna Carlo Scarpa (Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino) 
14:50 Erindi um sögu íslenskra garða 
Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt 
15:10  Erindi um Skrúð 
Samson B. Harðarson landslagsarkitekt, lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri 
15:30  Erindi um alþjóðlegu Carlo Scarpa verðlaunin og Menningarsjóð Benetton 

Patrizia Boschiero ritari Alþjóðaverðlauna Carlo Scarpa (Premio Internatzionale Carlo Scarpa per il Giardino) 
16:00  Léttar veitingar og óformlegt spjall 
17:00  Dagskránni í Edinborgarhúsinu lýkur

 skrudur