Miðvikudaginn 3. maí n.k. efna Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær til fræðslufundar um skógræktarmál. Fundurinn verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna kl. 17:00 og eru allir velkomnir.
Á fundinum mun Bjarki Þór Kjartansson, sérfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá, halda erindi um veðurfar framtíðar og hvernig skógrækt spilar inn í loftslagsmál í Mosfellsbæ og á Íslandi, undir yfirskriftinni „Loftslagsbreytingar og skógrækt í Mosfellsbæ“.
Starfsmenn Mosfellsbæjar verða einnig á staðnum og svara spurningum um þau grænu verkefni sem eru í gangi í bænum.
Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir.