Skip to main content

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur- Skaðvaldar í trjágróðri

Með 6. desember, 2018febrúar 13th, 2019Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 6. desember kl. 20:00 og er fundurinn haldinn í Kiwanishúsinu að Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Halldór Sverrisson, sérfræðingur í plöntusjúkdómum hjá Skógræktinni, verður frummælandi og fjallar um það sem efst er á baugi varðandi skaðvalda í trjágróðri.  Halldór er annar tveggja höfunda að bókinni „HEILBRIGÐI TRJÁGRÓÐURS – SKAÐVALDAR OG VARNIR GEGN ÞEIM“ sem út kom árið 2014 og vakti mikla athygli og fékk góðar viðtökur. Þetta er bók sem allir gróðurræktendur ættu að hafa á náttborðinu.

 

Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. Allir velkomnir!

 

Veitingar verða í boði félagsins.

 

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs