Félagar í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar hafa ferðast og fræðst um skóga á liðnu sumri og eru til í að deila með sér. Fræðslufundur með myndasýningu verður haldinn laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 í sal á efstu hæð hússins við Borgarbraut 65a, bak við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Dagskrá fundar
1. Ferð Skógræktarfélags Íslands til Kanada (Alberta og Breska Kólumbía) – Ragnhildur Freysteinsdóttir
2. Ferð skógfræðinga til Póllands – Friðrik Aspelund
3. Ferð til Noregs (Elverum) – Óskar Guðmundsson