Skip to main content

Jólatrjáaræktun – fræðsludagur

Með 19. maí, 2014febrúar 13th, 2019Fræðsla

Skógræktarfélag Íslands stendur fyrir fræðsludegi um jólatrjáaræktun undir leiðsögn Else Möller, skógfræðings og sérfræðings í jólatrjáaræktun, mánudaginn 19. maí kl. 9:30-16:30. Fundurinn er haldinn hjá Skógræktarfélagi Íslands, Þórunnartúni 6.

Fyrir hádegi verður meðal annars fjallað um tegundanotkun, ræktunaraðferðir, áburðarnotkun og meðhöndlun trjáa í ræktunartímanum.

Eftir hádegi verður farið upp í Brynjudal í Hvalfirði þar sem verklegir þættir eins og formklipping, topplögun, stofnklipping og fl. verður sýnt. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa ýmsa verkþætti og kynna sér verkfæri og annað sem er notað við formun trjáa.

Skráning hjá: skog@skog.is

Nánari upplýsingar hjá Skógræktarfélagi Íslands í síma: 551-8150 eða hjá Else: 867-0527