Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslufundar um Yndisgróður í skógrækt mánudaginn 18. febrúar. Fyrirlesari er Samson B. Harðarson, landslagsarkitekt og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands
Fjallað verður um Yndisgróðursverkefnið og sagt frá ýmsum harðgerðum trjá- og runnategundum úr tilraunareitum verkefnisins, sem gagnast geta við að skreyta og þétta skógarjarða, skjólbelti og einnig til að auka fjölbreytileka og upplifun í yndisskógrækt. Heimasíða verkefnisins verður einnig kynnt og notkunarmöguleikar sýndir.
Fundartími er kl. 19:30-21:30 og er fundurinn haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi, stofu N15. Gengið er inn frá Digranesvegi, austur – inngangur.
Aðgangseyrir: 500 kr
Allir velkomnir!