Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.
Námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög verður haldið nú í lok janúar, sem hentar bæði þeim sem kunna ekkert á keðjusagir sem og þeim sem vilja hafa notað sagir en vilja læra betur á þær. Skráningarfrestur er til 10. janúar og er námskeiðið haldið í Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjum í Ölfusi (Hveragerði).
Námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni hentar öllum þeim sem vilja læra að smíða úr því efni sem til fellur við grisjun. Þrjú námskeið verða í boði – í janúar og febrúar á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og á Hallormsstað í mars.
Tálgunarnámskeið – Ferskar viðarnytjar verður haldið í Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi um miðjan mars og hentar það öllum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðalandinu
Að jafnaði þarf að skrá sig minnst viku fyrir dagsett námskeið!
Ýmis stéttarfélög koma að niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.