Skip to main content

Skógræktarfélagið Dafnar: Fræðsluerindi

Með 9. febrúar, 2010febrúar 13th, 2019Fræðsla

Skógræktarfélagið Dafnar stendur fyrir opnu fræðsluerindi þriðjudaginn 9. febrúar, kl. 20:00. Erindið er haldið í Ársal, 3. hæð í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) að Hvanneyri, Borgarfirði. Titill erindis er „Skógar Vestfjarða“ og mun Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði við LbhÍ halda það.

Nánar um erindið:
Sumarið 2009 skipulögðu nemendur í skógfræði við LbhÍ sérstaka námsferð um Vestfirði þar sem markmiðið var að kynnast sem best náttúru landshlutans, með sérstakri áherslu á náttúruskóga hans og eldri gróðursetta skóga sem finnast þar. Leiðsögumenn í ferðinni voru þau Lilja Magnúsdóttir, Sighvatur J. Þórarinsson og Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Leiðangurinn var alls fjögurra daga langur og fór hópurinn vítt og breitt um Vestfirði. Auk nemenda var Bjarna Diðrik sérstaklega boðið í ferðina, enda hafði það komið fram áður að nemendum fannst mjög skorta á þekkingu hans á skógum og skógræktarsögu landshlutans. Það var því gengið frá því að í þessu „námskeiði“ væru átta kennarar en aðeins einn nemandi, þ.e.a.s. Bjarni Diðrik. Fyrirlesturinn er því nemendafyrirlestur prófessorsins!

Erindið er öllum opið.

dafnar-erindi
Myndarlegt evrópulerki á Vestfjörðum.