Skip to main content

Samstarfssamningur Toyota á Íslandi og Skógræktarfélags Íslands

Með 9. maí, 2011febrúar 13th, 2019Skógræktarverkefni

Toyota á Íslandi hf. og Skógræktarfélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning og var hann undirritaður af Úlfari Steindórssyni, forstjóra Toyota og Magnúsi Gunnarssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands, fimmtudaginn 5. maí síðast liðinn. Hefur samningurinn að markmiði að efla ákveðin skógræktarsvæði, með aukið útivistargildi og jákvæð umhverfisáhrif að leiðarljósi. Er þetta framhald á fyrra samstarfi, en Toyota hefur frá árinu 1990 verið einn helsti stuðningsaðili Skógræktarfélags Íslands.

Samkvæmt samningnum mun Toyota leggja til fjármagn til margvíslegrar uppbyggingar á svæðunum, s.s. gróðursetningar, grisjunar og umhirðu, stígagerðar, merkinga o.fl., en Skógræktarfélag Íslands og viðkomandi aðildarfélög munu sjá um verklegar framkvæmdir. Auk þess mun Toyota lána Skógræktarfélagi Íslands bifreiðar til afnota á helsta athafnatíma  félagsins.

Toyota-skógarnir sem um ræðir eru sex talsins um land allt og eru þeir á Ingunnarstöðum í Brynjudal, í Esjuhlíðum, í Kjarnaskógi, í Reyðarfirði, á Söndum í Dýrafirði og í Varmalandi í Borgarfirði.

samningurtoyota

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, takast í hendur að undirskrift samnings lokinni (Mynd: Brynjólfur Jónsson).