Með Fréttablaðinu um síðast liðna helgi fylgdi sérblað með góðum ráðum um græn jól. Var þar meðal annars ágætis umfjöllun um mismunandi gerðir jólatrjáa sem hafa verið á markaði hér – gervijólatré og lifandi tré, bæði íslensk og innflutt – og hversu „græn“ þau eru.
Megin niðurstaðan er sú að íslensk jólatré hafa yfirburði fram yfir innflutt tré þegar horft er til efna- og orkunotkunar og nota þarf gervijólatré úr plasti í um 20 ár til að það nái lifandi jólatré umhverfislega séð.