Skógræktarfélag Akraness stendur fyrir gönguferð um slögu með Jón Guðmundssyni mánudaginn 20. júní kl. 20:00. Mæting er á bílastæðinu fyrir neðan Slögu í Akrafjalli.
Gengið verður með Jóni Guðmundssyni garðyrkjufræðingi um Slögu, aðstæður skoðaðar og fjallað um trjárækt og útivist á svæðinu. Hvaða plöntum má bæta inn í skógræktarsvæðin – berjarunnum, ávaxtatrjám og fleiri tegundum, auk þeirra sem eru þar núna?
Allir velkomnir!