Laugardaginn 5. október stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir göngu um Suðurbæinn. Hugað verður að trjágróðri í görðum bæjarbúa. Fyrirhugað er að mæla stærstu trén sem verða á vegi göngumanna. Einnig verður skoðað hvaða tegundir garðagróðurs leynast bak við garðveggina. Í fyrra var mælt grenitré við Brekkugötu 12, sem reyndist vera tæpir 21 m á hæð. Er það hæsta tré bæjarins svo vitað sé. Gangan hefst við Suðurbæjarlaug kl. 10:00 og stendur í um tvo tíma. Nánari upplýsingar í síma félagsins: 555-6455 eða 894-1268.