Fimmtudaginn næstkomandi, 19. ágúst, efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til göngu um Höfðaskóg. Farið verður um Trjásafnið og Rósagarðinn og sagt frá því sem fyrir augu ber. M.a. verða kynntir ýmsir berjarunnar sem vaxa í skóginum.
Mæting er í gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg kl. 20.00. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Boðið verður upp á hressingu að göngu lokinni. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Skógræktarfélagsins: 555-6455.