Næsta garðaganga Garðyrkjufélagsins verður miðvikudaginn 26. ágúst, en þá verður gengið um rósagarðinn og trjásafnið í Höfðaskógi.
Trjásafnið í Höfðaskógi var formlega opnað á 50 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar árið 1996. Í safninu eru nú á þriðja hundrað tegundir trjáa og runna. Rósagarðurinn, sem er samstarfsverkefni Rósaklúbbs GÍ og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, var formlega vígður árið 2005. Þar eru nú á annað hundrað yrki af harðgerðum rósum. Leiðsögumaður verður Steinar Björgvinsson. Mæting er í bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðvarinnar Þallar við Kaldárselsveg í Hafnarfirði kl. 20.00.
Steinar Björgvinsson við eina rósina í Rósagarðinum í Höfðaskógi (Mynd: Sk. Hafnarfjarðar).