Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hefst formlega laugardaginn 7. desember og verður opið alla daga til jóla kl. 10-18. Hægt er að nálgast jólatré, greinar, eldivið og fleira fyrir þann tíma með því að senda pantanir og fyrirspurnir á netfangið skoghf@simnet.is.
Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins – skoghf.is – og Facebook-síðu félagsins.