Skip to main content

ÍTALÍA 2019

Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir ferð til norðurhluta Ítalíu, til ítölsku Alpanna, dagana 25. september til 2. október 2019.

Flogið var til München miðvikudaginn 25. september og ekið með rútu þaðan til bæjarins Trento í Tíról, þar sem gist var næstu þrjár nætur. Daginn eftir var haldið í Náttúrufræðisafn bæjarins þar sem ferðalangar fengu fyrirlestur um skógrækt á svæðinu og svo var heimsóttur kastali í bænum.

Föstudaginn 27. september var haldið til fjalla og skoðaðir skógar og sel.

Daginn eftir var Trento yfirgefin og heimsótt byggðasafn í San Michele, bærinn Meran (Merano) og skoðaður Tíról-kastali í þorpinu Tirol, en að því loknu var haldið til bæjarins Brixen þar sem gist var það sem eftir var ferðar.

Sunnudagurinn 29. september var helgaður Brixen – heimsótt var dómkirkjusvæði bæjarins, skoðað safn í biskupahöll og svo haldið til bæjarins Bozen, þar sem farið var í safn tileinkað ísmanninum Ötzi.

Mánudaginn 30. september var aftur haldið til fjalla og skoðaðir skógar í Puez-Geisler þjóðgarðinum, auk þess sem bærinn St. Ulrich var heimsóttur.

Daginn eftir, þann 1. október, var Neustift klaustrið í nágrenni Brixen heimsótt, farið í vínsmökkun þar og svo með kláfi upp á Plose-fjall, þar sem gott tækifæri gafst til útivistar og skógarskoðunar.

Miðvikudagurinn 2. október fór svo í heimferð, en ekið var til München og flogið þaðan heim.

Í 1. tölublaði Skógræktarritsins 2020 var grein um ferðina og má lesa hana hér (.pdf)