Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.
Skógræktarritið er vandað, fræðandi og skemmtilegt og er því bæði fyrir fagmanninn og áhugamanninn, sem er í smærri ræktun, til dæmis við sumarbústað eða í heimilisgarðinum. Ritið er upplögð lesning í sumarbústaðnum!
Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári. Það er selt í áskrift, en áskrifendur styrkja skógrækt og gera það kleift að halda úti svo vönduðu riti. Einnig er hægt að kaupa stök rit á skrifstofu félagsins að Þórunnartúni 6, með því að senda tölvupóst til skog(hjá)skog.is eða með því að hringja í síma 551-8150.
ÁSKRIFTARTILBOÐ – NÝIR ÁSKRIFENDUR FÁ TVÖ HEFTI AÐ GJÖF!
VERÐSKRÁ – ATHUGIÐ AÐ PÓSTBURÐARGJALD LEGGST OFAN Á, EF SENT.
Áskrift (pr. rit) | 3.950 kr. |
Stakt rit (1930-1963) | 1.200 kr. |
Stakt rit (1964-1986) | 1.800 kr. |
Stakt rit (1987-1999) | 2.400 kr. |
Stakt rit (2000 – 2018 ) | 3.100 kr. |
Stakt rit (2019 – 2020) | 3.300 kr. |
Stakt rit (2021) | 3.400 kr. |
Stakt rit (2022) | 3.700 |
Stakt rit (2023) | 4.200 |
Fyrir kaup á mörgum ritum (10+) sendið póst á skog (hjá) skog.is og fáið sértilboð.