Skip to main content

Fræðslufundir Skógræktarfélags Íslands í febrúar og mars

Með 19. febrúar, 2025febrúar 21st, 2025Fréttir

Skógræktarfélag Íslands stendur fyrir röð fræðslufunda nú í febrúar og mars. Fundirnir verða haldnir í salarkynnum Arion banka að Borgartúni 19 og hefjast kl. 19:30.

25. febrúar – Framandi og ágengt birki í íslenskri náttúru – pælingar, kynbætur og árangur

Fyrsta erindið mun Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur halda. Þorsteinn hefur í áratugi unnið að plöntukynbótum í þágu landbúnaðar, skógræktar og garðyrkju. Hann hefur eftir farsæla starfsævi unnið í sjálfboðavinnu að kynbótum á íslensku ilmbjörkinni undir yrkisheitunum Embla og Kofoed en hefur auk þess víxlað við aðrar birkitegundir frá norðurslóðum og þróað vaxtarmikil yrki, m.a. undir heitunum Hekla og Dumba.
Þorsteinn er heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, orðuhafi hinnar íslensku fálkaorðu og fyrrum forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.

Teams-hlekkur fyrir fundinn

5. mars – Faðir minn átti fagurt land

Gísli Gestsson, kvikmyndagerðarmaður og heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, mun sýna myndina „Faðir minn átti fagurt land“ frá 1968, sem hann gerði í samvinnu við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Einnig mun hann sýna úrval mynda sem hann, ásamt Valdimar Jóhannessyni, gerðu fyrir Átak um Landgræðsluskóga árið 1990, m.a. „Silfur hafsins – gullið í dalnum“ þar sem Jóhann Þorvaldsson, kennari og síðar skólastjóri á Siglufirði, hélt inn í dal að gróðursetja tré með börnunum, hvað sem síldinni leið.

13. mars – Skógar Bretagne. Hápunktar úr fræðsluferð Skógræktarfélags Íslands haustið 2024

Elisabeth Bernard og Ragnhildur Freysteinsdóttir segja í máli og myndum frá ferðalagi til Bretagne-skagans í Frakklandi síðasta haust, þar sem skoðuð voru tré í skógum og görðum og fræðst um skógrækt svæðisins.
Elisabeth og Ragnhildur eru báðar starfsmenn Skógræktarfélags Íslands. Elisabeth er mannfræðingur að mennt og var fararstjóri ferðarinnar en farið var að hluta til um hennar heimaslóðir og nýttist þekking hennar vel í ferðinni. Ragnhildur er umhverfisfræðingur og var hún óformlegur ritari ferðarinnar, en ferðasagan sem hún tók saman verður birt í 1. tbl. Skógræktarritsins 2025.

Öll velkomin! Hressing í boði í hléi.

Umsjón með persónuverndarstillingum

Afar Nauðsynlegt

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Notendasamskipti

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér reynslu markaðssetningar til hins ýtrasta á veraldarvefnum. Allar aðgerðir/áætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostur fyrir hvern ritstjóra vefseturs sem og aðra.

_
_ir