Skip to main content

Skógræktarritið, 2. tbl. 2024, komið út

Með 6. desember, 2024Fréttir

Annað tölublað Skógræktarritsins 2024 er nú komið út. Að venju er fjallað um hinar ýmsu hliðar skógræktar í ritinu. Að þessu sinni eru meðal annars greinar um Tré ársins 2024, gerð og gildi skógarjaðra, hvað lesa má út úr snjónum í skóginum, íslensku blæöspina, aðalfund Skógræktarfélags Íslands og helstu skógartölur fyrir árið 2023.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is. Í boði er bæði hefðbundin áskrift og rafræn.