Skip to main content

Tré ársins 2024

Með 5. september, 2024Fréttir

Tré ársins 2024 verður útnefnt formlega við hátíðlega athöfn sunnudaginn 8. september í Varmahlíð í Skagafirði. Að þessu sinni er um að ræða merkilega trjátegund sem var mikið gróðursett á árunum 1950 fram til 1970 og hefur sú gleymda trjátegund ekki verið útnefnd áður. Athöfnin fer fram í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu og hefst kl.16:00. Lundurinn er í eigu Skógræktarfélags Skagfirðinga.

Dagskrá:

  1. Skagfirska sveitin „Vorvindar glaðir“ flytur nokkur vel valin lög.
  2. Ávarp: Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
  3. Ávarp: Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga.
  4. Mæling á Tré ársins – heimamaðurinn Johan Wilhelm Holst.
  5. Afhending viðurkenningarskjals.
  6. Ávarp: Hafberg Þórisson, styrktaraðili Trés ársins.
  7. Veitingar í boði Skógræktarfélags Íslands – Hótel Varmahlíð.

Tónlist leikin af fingrum fram.

Allir velkomnir!

Styrktaraðili Tré ársins er Lambhagi ehf.

Google-tengill: https://maps.app.goo.gl/zPWxz4CuvyeZpGc