Garðyrkjuskólinn á Reykjum býður upp á ýmis námskeið sem nýtast ræktunarfólki. Nú í haust verður hleypt af stað námskeiðaröðinni Grænni skógar I, sem ætluð er skógræktendum og öðrum skógareigendum sem vilja auka við þekkingu sína og árangur í skógrækt. Námskeiðaröðin tekur fimm annir.
Nánari upplýsingar veitir Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga, í síma 616-0828 eða með tölvupósti á netfangið boe@fsu.is.