Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2024 verður haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 20 í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils að Völuteig 23 í Mosfellsbæ.
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar 2023
- Reikningar félagsins 2023
- Ákvörðun um félagsgjöld 2024
- Kosning stjórnar og endurskoðenda
- Önnur mál
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu Þröstur Þorgeirsson og Magne Kvam ræða um fjallahjólaleiðir á svæðum skógræktarfélagsins í Mosfellsdal. Munu þeir fjalla um fyrirhugaða uppbyggingu fjallahjólaleiða í Varmalandi og Æsustaðahlíð.
Boðið verður upp á veitingar að aðalfundi loknum.