Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið tekið á móti hópum sem koma í jólaskóginn í Brynjudal til að velja og fella jólatré. Í ár ætlum við að bjóða einstaklingum/fjölskyldum að koma líka, en við verðum með einn opinn dag, laugardaginn 9. desember. Formlegur opnunartími er kl. 11-13, en við verðum þó á svæðinu eitthvað fram eftir degi. Athugið að í dalnum umluktum fjöllum er farið að bregða birtu um þrjúleytið svo það þýðir ekki að vera seint á ferðinni!
Fast verð pr. tré er kr. 7.000, upp að 3 m hæð. Við tökum niður greiðsluupplýsingar og sendum reikning, ekki er hægt að borga á staðnum.
Nánari upplýsingar um skóginn má sjá á Brynjudalur – Skógræktarfélag Íslands (skog.is) og eins má hafa samband á skrifstofu félagsins – s. 551-8150.