Garðyrkjuskólinn á Reykjum er með tvö námskeið nú í september, sem áhugaverð eru fyrir ræktunarfólk.
Annars vegar er um námskeið að ræða er heitir Áhættumat trjáa. Með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Hins vegar er námskeið er heitir Í upphafi skyldi endinn skoða og er í því farið yfir helstu þætti sem mikilvægt er að horfa til frá byrjun þegar farið er í landgræðslu og/eða skógrækt, til að tryggja árangur til framtíðar.