Fyrra tölublað Skógræktarritsins 2023 er komið út. Að venju er að finna í ritinu greinar um hinar margvíslegu hliðar skóga og skógræktar. Að þessu sinni eru í ritinu meðal annars greinar um aldarfriðun Þórsmerkur- og Goðalandsskóga, evrópuask, Hekluskóga, könnun á gæðum viðar, nýja bók um skógartengd samskipti Noregs og Íslands, skógarreit í Úlfarsárdal og birki hér á landi.
Kápu ritsins prýðir myndin „Innri friður“ eftir Ernu Kristjánsdóttur.
Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt.
Áskriftartilboð – nýir áskrifendur fá tvö hefti að gjöf! Sjá nánar: https://www.skog.is/skograektarritid/