Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2025

The 2025 Forest Encouragement Award presented on the International Day of Forests

Með News

The 2025 Forestry Encouragement Award will be presented at a ceremony in Kvikan, the Grindavík Cultural Center, on the International Day of Forests, March 21st, and the ceremony will begin at 5 p.m.

The Icelandic Forestry Association, Land and Forest Iceland, and the Icelandic Farmers’ Association (forestry sector department) are pleased to announce the second annual presentation of awards recognizing selfless contributions to Icelandic forestry.

These awards honor individuals, groups, companies, associations, and institutions for their exemplary work. The initiative aims to both encourage continued dedication to forestry and to highlight the outstanding achievements within the sector nationwide.

On the International Day of Forests

The United Nations General Assembly declared 21 March the International Day of Forests to highlight the importance of all types of forests and trees outside forests. Forests have been at the forefront of global discussions since the 2030 Sustainable Development Goals and the Paris Agreement were adopted.

Each year, the Conference of the Parties to the Convention on Forests (CPF) sets a specific theme or theme for the International Day of Forests. This year’s theme, Forests and Nutrition, highlights the importance of the world’s forests in providing nutrition for the world’s population and for people’s livelihoods. In addition to providing food, energy, income and jobs, forests provide fertile soil, clean water and a diverse range of ecosystems and habitats, including pollinators that pollinate crops.

Happy International Day of Forests!

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 afhent á Alþjóðlegum degi skóga 21. mars

Með Fréttir

Hvatningaverðlaun skógræktar 2025 verða veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga á alþjóðlegum degi skóga, 21. mars, og hefst athöfnin kl. 17.

Er þetta í annað sinn sem verðlaunin verða afhent, en þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. Markmið með afhendingu þeirra er að hvetja skógræktarfólk til áframhaldandi starfa og vekja athygli á því margþætta góða skógarstarfi sem unnið er að um land allt.

Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands (búgreinadeild skógarbænda).

Um alþjóðlegan dag skóga, 21. mars

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti 21. mars alþjóðlegan dag skóga á sínum tíma til að vekja athygli á mikilvægi hvers kyns skóga og trjáa utan skóglendis. Skógar hafa verið ofarlega í allri alþjóðlegri umræðu frá því að heimsmarkmiðin til 2030 um sjálfbæra þróun voru sett og Parísarsamkomulagið samþykkt.

Árlega ákveður CPF, samstarfsvettvangur ríkja heims um skóga, sérstakt þema eða yfirskrift fyrir alþjóðlegan dag skóga. Með því að helga daginn að þessu sinni skógum og næringu er vakin athygli á því hversu miklu máli skógar heimsins skipta í því að afla næringar fyrir heimsbyggðina og fyrir lífsafkomu fólks. Auk þess að vera uppspretta fæðu, orku, tekna og starfa skapa skógar næringarríkan jarðveg, stuðla að framboði á hreinu vatni og fóstra fjölbreytt lífríki og búsvæði tegunda, þar á meðal frjóbera sem sjá um að fræva nytjaplöntur.

Gleðilegan alþjóðlegan dag skóga!

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2025

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2025 verður haldinn mánudaginn 24. mars kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Aðalsteinn Sigurgeirsson skógfræðingur og sérfræðingur hjá Landi og skógi fjalla um upplýsingaóreiðu um skógrækt.

Allir hjartanlega velkomnir!