Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2025

Fræðslufundir Skógræktarfélags Íslands í febrúar og mars

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands stendur fyrir röð fræðslufunda nú í febrúar og mars. Fundirnir verða haldnir í salarkynnum Arion banka að Borgartúni 19 og hefjast kl. 19:30.

25. febrúar – Framandi og ágengt birki í íslenskri náttúru – pælingar, kynbætur og árangur

Fyrsta erindið mun Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur halda. Þorsteinn hefur í áratugi unnið að plöntukynbótum í þágu landbúnaðar, skógræktar og garðyrkju. Hann hefur eftir farsæla starfsævi unnið í sjálfboðavinnu að kynbótum á íslensku ilmbjörkinni undir yrkisheitunum Embla og Kofoed en hefur auk þess víxlað við aðrar birkitegundir frá norðurslóðum og þróað vaxtarmikil yrki, m.a. undir heitunum Hekla og Dumba.
Þorsteinn er heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, orðuhafi hinnar íslensku fálkaorðu og fyrrum forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.

Teams-hlekkur fyrir fundinn

5. mars – Faðir minn átti fagurt land

Gísli Gestsson, kvikmyndagerðarmaður og heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, mun sýna myndina „Faðir minn átti fagurt land“ frá 1968, sem hann gerði í samvinnu við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Einnig mun hann sýna úrval mynda sem hann, ásamt Valdimar Jóhannessyni, gerðu fyrir Átak um Landgræðsluskóga árið 1990, m.a. „Silfur hafsins – gullið í dalnum“ þar sem Jóhann Þorvaldsson, kennari og síðar skólastjóri á Siglufirði, hélt inn í dal að gróðursetja tré með börnunum, hvað sem síldinni leið.

13. mars – Skógar Bretagne. Hápunktar úr fræðsluferð Skógræktarfélags Íslands haustið 2024

Elisabeth Bernard og Ragnhildur Freysteinsdóttir segja í máli og myndum frá ferðalagi til Bretagne-skagans í Frakklandi síðasta haust, þar sem skoðuð voru tré í skógum og görðum og fræðst um skógrækt svæðisins.
Elisabeth og Ragnhildur eru báðar starfsmenn Skógræktarfélags Íslands. Elisabeth er mannfræðingur að mennt og var fararstjóri ferðarinnar en farið var að hluta til um hennar heimaslóðir og nýttist þekking hennar vel í ferðinni. Ragnhildur er umhverfisfræðingur og var hún óformlegur ritari ferðarinnar, en ferðasagan sem hún tók saman verður birt í 1. tbl. Skógræktarritsins 2025.

Öll velkomin! Hressing í boði í hléi.

Skrifstofurými til leigu

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands er með laus til leigu 4 – 5 skrifborð í opnu skrifstofurými á annarri hæð í Þórunnartúni 6,105 Reykjavík. Hentar mjög vel fyrir einyrkja eða lítið fyrirtæki. Borðin leigjast öll saman eða í sitt hvoru lagi eftir því sem hentar. Stærð alls rýmisins er ca. 40 fm.

Innifalið í leigu er stórt upphækkanlegt skrifborð, skrifborðsstóll og læsanlegur skápur til að geyma í gögn. Ræsting á skrifstofu og sameign, hiti og rafmagn er einnig innifalið í leigunni ásamt interneti.

Leigutaki hefur einnig aðgang að sameiginlegu rými og funda- og kaffiaðstöðu.

Áhugasamir hafi samband á netfangið skog@skog.is

2024 – Scots pine (Pinus sylvestris) in Varmahlíð, N-Iceland

Með English

The Tree of the year 2024 is a Scots pine in Varmahlíð and this is the first time a Scots pine has been nominated. The tree stands in forest stand cultivated by the Skagafjörður Forestry Association and was most likely planted sometime between 1940 and 1943. Other Scots pines can also be found in the stand, but Scots pine is a fairly rare species in Iceland. Quite a lot of it was planted in Iceland 1950-1970, but those plantings were devastated by the introduction of the pine woolly aphid and planting Scots pine largely stopped after 1970. A nomination ceremony was held in September 2024 and the tree, as is tradition, measured at the time. The tree turned out to be 13,9 m in height, with a trunk circumference of 30,5 cm at chest height.

Location on Google Maps: https://maps.app.goo.gl/tY2U3YiTSSPqqy5VA

An article (in Icelandic) from Skógræktarritið – The Journal of the Icelandic Forestry Association about the tree (here).