Garðyrkjuskólinn býður upp á ýmis námskeið sem áhugaverð geta verið ræktunarfólki. Má sérstaklega benda á námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög sem haldið er á Hólum í Hjaltadal í maí. Nánari upplýsingar um námskeið í boði má finna á: https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid.
If you know a person or people who are doing really good things within forestry and deserve encouragement – please submit a nomination!
Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt í annað sinn á alþjóðlegum degi skóga, þann 21. mars næst komandi. Þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.
Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands.
Tilnefningafrestur er til 14. febrúar. Tilnefningu má fylla út á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: https://www.skog.is/hvatningarverdlaun-skograektar/
Ef þú þekkir einhvern eða einhverja sem eru að standa sig vel í skógrækt og eiga hvatningu skilið – endilega senda inn tilnefningu!
Nýlegar athugasemdir