Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2024

Skjótum rótum með Rótarskoti!

Með Fréttir

Rótarskot er upplagt fyrir alla sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað verður af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu.

Rótarskot má kaupa á flugeldamörkuðum björgunarsveita um land allt og á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/rotarskot

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir

Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum nú síðustu dagana fyrir jól.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 21.-22. desember  kl. 11-16. Sjá nánar: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar fram að jólum. Sjá nánar: https://www.facebook.com/skograektarfelagborgarfjardar

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi til 23. desember, kl. 10-18 (nema 10-12 á Þorláksmessu). Sjá nánar: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg til 23. desember kl. 10-18. Sjá nánar á: https://www.skoghf.is

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð til 23. desember. Opið um helgar og á Þorláksmessu kl. 10-16 en kl. 12-17 virka daga. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur  á jólamarkaðinum á Heiðmörk helgina 20.-21. desember kl. 12-17, á Lækjartorgi til 22. desember kl. 15-19 á virkum dögum og kl. 14-18 um helgar. Sjá nánar: https://www.heidmork.is

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólaskóg í Álfholtsskógi laugardaginn 21. desember kl. 12-15:30.

Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Sauraskógi sunnudaginn 22. desember kl. 12-15.  Sjá: https://www.facebook.com/skograekt.stykkis

 

Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

The 2nd issue of Skógræktarritið has been published

Með News

The second issue of Skógræktarritið 2024 – the Journal of the Icelandic Forestry Association – has now been published. The journal covers the various aspects of forestry. Among other things this issue has articles about the Tree of the Year 2024, the type and value of forest edges, what can be read from the snow in the forest, the Icelandic aspen, the annual meeting of the Icelandic Forestry Association and the main forest statistics for 2023.

Skógræktarritið is the only regular journal on forestry in Iceland and the main platform for writing by Icelandic foresters and others interested in the various aspects of forestry. The Forestry The journal is published twice a year and is sold in subscription. Subscription can be made by contacting the Icelandic Forestry Association at 551 8150 or by sending an email to skog@skog.is. Both traditional and electronic subscription are available.

Skógræktarritið, 2. tbl. 2024, komið út

Með Fréttir

Annað tölublað Skógræktarritsins 2024 er nú komið út. Að venju er fjallað um hinar ýmsu hliðar skógræktar í ritinu. Að þessu sinni eru meðal annars greinar um Tré ársins 2024, gerð og gildi skógarjaðra, hvað lesa má út úr snjónum í skóginum, íslensku blæöspina, aðalfund Skógræktarfélags Íslands og helstu skógartölur fyrir árið 2023.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is. Í boði er bæði hefðbundin áskrift og rafræn.