Skógræktarfélag Íslands er nú komið í samstarf við Endurvinnsluna. Viðskiptavinum Endurvinnslunnar býðst frá og með 1. desember að styrkja Skógræktarfélag Íslands með gjafakorti sem gefur þeim kost á að gefa innlegg sitt til félagsins með því að skanna QR-kóða á völdum starfsstöðvum félagsins (Köllunarklettsvegi, Knarrarvogi, Skútahrauni og Dalvegi).
Garðyrkjuskólinn býður upp á ýmis áhugaverð námskeið sem nýst geta ræktunarfólki. Nú í janúar má sérstaklega benda á námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög. Nánari upplýsingar um námskeið í boði má finna á: https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid.
Nýlegar athugasemdir