Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2024

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024 verður haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september og eru þrjú skógræktarfélög sem eru sameiginlega gestgjafar fundarins að þessu sinni – Skógræktarfélag Neskaupstaðar, Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og Skógræktarfélag Eskifjarðar.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun flytja ávarp við setningu fundarins.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna og flutt fjölbreytt fræðsluerindi, meðal annars um steingervinga á Austfjörðum, Kirkjumel og snjóflóðin í Neskaupstað.

Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður á laugardagskvöld þar sem skógræktarfólk verður heiðrað fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Dagskrá fundarins, starfsskýrsla Skógræktarfélags Íslands og aðrar upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu félagsins: https://www.skog.is/adalfundur-2024/

Hægt verður að fylgjast með gangi fundarins á Facebook– og Instagram síðum Skógræktarfélags Íslands:

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn í skógarreitnum Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu fimmtudaginn 29. ágúst 2024 kl. 16:30.

Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Þegar fundarstörfum lýkur verður gengið  um reitinn og skógurinn skoðaður. Kaffiveitingar í boði félagsins.  Njótum samveru í fögru umhverfi.

Félagar og aðrir áhugasamir um skógrækt eru hvattir til að mæta.