The Forest and Land Reclamation Association under Jökull will hold its annual general meeting on March 14, starting at 20:00. The meeting will be held in the cafeteria of KG fiskverkun in Rif.
Aðalfundur Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli verður haldinn þriðjudaginn 14. mars kl. 20. Fundurinn verður haldinn á kaffistofu KG fiskverkunar, Rifi.
Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins boðuðu til fræðslu- og kynningarfundar um Græna stíginn og var fundurinn haldinn í fundarsal Arion banka í Reykjavík föstudaginn 3. mars.
Fræðslufundurinn tókst vel, en á annað hundrað manns mættu í fundarsalinn, auk þess sem tugir fylgdust með fundinum í fjarfundi.
Upptöku af fundinum má skoða á YouTube síðu Skógræktarfélags Íslands – https://youtu.be/6xo1uEVt_Ro
Fundurinn hófst með ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, en aðrir sem tóku til máls voru:
Þráinn Hauksson landslagsarkitekt – Græni stígurinn – saga, staða (sjá glærur)
Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins – Lengri ferðaleiðir í svæðisskipulagi (sjá glærur)
Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur Vegagerðinni – Uppbygging stíga á höfuðborgarsvæðinu (sjá glærur)
Albert Skarphéðinsson umferðarverkfræðingur – Mikilvægi Græna stígsins (sjá glærur)
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir lýðheilsufræðingur – Lýðheilsa og Græni stígurinn (sjá glærur)
Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur – Græni stígurinn frá sjónarhóli skógræktarfélaga (sjá glærur)
Einnig flutti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ávarp.
Fundinum lauk svo með pallborðsumræðum með fyrirlesurum og fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Nýlegar athugasemdir