Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2022

Líf í lundi 2022

Með Fréttir

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins nú um helgina. Í boði eru fjölbreyttir viðburðir víða um land:

 

Skógardagurinn mikli, 24. júní kl.18:00 og 25. júní kl. 12:00-16:00

Gróðursetning í Úlfarsfelli 25. júní kl. 10:00-15:00

Samvera í Seljadalsskógi, 25. júní kl. 11:00

Skógardagur í Álfholtsskógi, 25. júní kl. 11:00-16:00

Skógarganga í Fossselsskógi, 25. júní kl. 14:00-16:00

Fjölskyldudagur í Höfðaskógi, 25. júní kl. 14:00-17:00

Hátíð í Bolholtsskógi, 25. júní kl. 16:00

Skógarblót í Öskjuhlíð, 25. júní kl. 21:00

Fuglaskoðun í Hánefsstaðaskógi, 26. júní kl. 13:00-16:00

Gróðursetning í Guðmundarlundi, 27. júní kl. 17:00

Skógardagur í Slögu, 27. júní kl. 18:00

 

 

Nánari upplýsingar um einstaka viðburði er að finna á Skógargátt (www.skogargatt.is) og á Facebook (https://www.facebook.com/lifilundi/).

Planting in Vinaskógur

Með News

On Thursday June 2nd, students at Kerhólsskóli in Grímsnes and Grafningshreppur planted 55 trees in Vinaskógur by Þingvellir, in collaboration with the Ombudsman for Children, the Icelandic Forestry Association and the Yrkja fund.

The occasion for the planting was the Children‘s Forum which was first held in November 2019 and again in March of this year. Environmental issues are very important to children and great emphasis was placed on these issues in discussions at both the Children‘s Forums held. The aim of the planting is to offset carbon emissions from emissions related to the travel of the child MPs that attended the Forums and especially those who came the furthest, in accordance with the child MPs’ emphasis on environmental and climate issues and environmentally friendly modes of transport.

Vinaskógur was founded on the occasion of the Land Reclamation Forest Campaign in 1990, based on an idea by then president Mrs. Vigdís Finnbogadóttir, who is a patron of the forest. She is also the patron of the Children’s Forum and it is therefore appropriate to choose Vinaskógur for planting now. All students at Kerhólsskóli took part in the planting together with the staff of the Ombudsman for Children. Sævar Helgi Bragason gave a small talk on environmental and nature protection and the planting concluced with refreshments offered by the Ombudsman for Children. The Icelandic Forestry Association is in charge of planting and caring for Vinaskógur.

Sævar Helgi Bragason gives a talk.

Working together.

Putting the tree in the ground.

Planting well under way.

The youngest kids helped to plant the largest tree.

Gróðursetning í Vinaskógi

Með Fréttir

Fimmtudaginn 2. júní gróðursettu nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi 55 trjáplöntur í Vinaskógi við Þingvelli, í samstarfi við umboðsmann barna, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóð.

Tilefni gróðursetningarinnar var barnaþing sem fyrst var haldið í nóvember 2019 og í annað sinn í mars á þessu ári. Umhverfismál eru börnum afar hugleikin og var mikil áhersla lögð á þau málefni í umræðum á báðum barnaþingum. Markmið gróðursetningarinnar er að binda kolefni á móti losun tengdri ferðum barnaþingmanna og sérstaklega þeirra sem komu lengst að, í samræmi við áherslur barnaþingmanna á umhverfis- og loftslagsmál og umhverfisvæna samgöngumáta.

Til Vinaskógar var stofnað í tilefni Landgræðsluskógaátaksins árið 1990 og átti frú Vigdís Finnbogadóttir hugmyndina að honum og er hún verndari hans. Hún er jafnframt verndari barnaþings og því vel við hæfi að velja Vinaskóg til gróðursetningarinnar nú. Allir nemendur Kerhólsskóla tóku þátt í gróðursetningunni ásamt starfsfólki umboðsmanns barna. Sævar Helgi Bragason flutti börnunum og öðrum viðstöddum hugvekju um umhverfis- og náttúruvernd og endaði gróðursetningin á hressingu í boði umboðsmanns barna. Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með gróðursetningu og umhirðu Vinaskógar.

Rangæingar Forestry Association Annual General Meeting

Með News

The Annual General Meeting of the Rangæingar Forestry Association will be held on Thursday, June 9th, at Safnaðarheimilið at Hella, Dynskálar 8, starting at 20:00.

On the programme are regular meeting activities. Guest speaker at the meeting will be Hreinn Óskarsson from the Iceland Forest Service.

Refreshments on offer.

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga 2022

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn fimmtudaginn 9. júní n.k í Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8.  Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá:

1.  Venjuleg aðalfundarstörf
2.  Önnur mál.

Gestur fundarins verður Hreinn Óskarsson sviðstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni.

Kaffiveitingar í boði félagsins.