Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2021

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2021

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2021 verður haldinn með takmörkuðu sniði í ár í ljósi aðstæðna vegna Covid-19. Fundurinn verðu haldinn í fundarsal Arionbanka, Borgartúni 19, Reykjavík, laugardaginn 2. október kl. 10-13. Eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga verða boðaðir á fundinn, enda er efni hans fyrst og fremst afgreiðsla nauðsynlegra skylduverka. Nánari upplýsingar um fundinn og fundargögn má finna hér á heimasíðunni á slóðinni: https://www.skog.is/adalfundur-2021/

 

Skjótum rótum gróðursetning

Með Fréttir

Miðvikudaginn 6. október næst komandi kl. 16:30 munu félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörgu ásamt fulltrúum Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur koma saman og gróðursetja tré í Heiðmörk. Er sú gróðursetning undir hatti Skjótum rótum verkefnisins, en það felst í því að bjóða þeim sem ekki vilja kaupa flugelda af björgunarsveitunum upp á að kaupa gróðursetningu trés – Rótarskots – í staðinn.

Gróðursett verður í Heiðmörk í útjaðri svæðisins sem brann í vor. Boðið verður upp á hressingu fyrir gróðursetjarana og hoppukastala fyrir þá yngri.

Nánari staðsetningu má sjá á kortum hér að neðan. Tengill Google Maps fyrir staðsetningu bílastæðis: https://goo.gl/maps/uCDzUd6opERoCZYh8

The Heiðmörk Run 2021

Með News

The second Heiðmörk Run will be held on Saturday, September 25, in Heiðmörk.

The Run is organised by the Reykjavík Forestry Association in collaboration with Náttúruhlaup (Nature Run) and includes two distances, a 4 km Fun Run and the 12 km „Ríkishringur“.

Registration for the Run is at hlaup.is, as well as more information on it. See also the Reykjavík Forestry Association‘s website – heidmork.is.

Heiðmerkurhlaupið 2021

Með Fréttir

Heiðmerkurhlaupið verður haldið í annað sinn laugardaginn 25. september næst komandi í Heiðmörk.

Hlaupið er skipulagt af Skógræktarfélagi Reykjavíkur í samstarfi við Náttúruhlaup og gefst þar bæði fastagestum og nýjum áhugahlaupurum tækifæri til að kynnast stígakerfi Heiðmerkur og njóta þess að hlaupa í faðmi skógarins.

Hægt er að skrá sig í 4 kílómetra skemmtiskokk eða Ríkishringinn, sem er 12 kílómetrar.

Skráning í hlaupið er á hlaup.is þar sem má einnig finna nánari upplýsingar um hlaupið. Sjá einnig heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur – heidmork.is.

Hafnarfjörður Forestry Association Volunteer Day

Með News

The Hafnarfjörður Forestry Association holds its annual Volunteer Day on Saturday, September 18, starting at 11. The meeting point is at Hamranes, near the model airfield just west of Hvaleyrarvatn. Plants and tools on site.  The Forestry Association will offer refreshment at around 13 o’clock, after the planting. Everyone welcome!

For more information call Árni (849-6846) or Steinar (894-1268).

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Sjálfboðaliðadagur

Með Fréttir

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn 18. september 2021 kl. 11.00. Hist verður í Hamranesi á móts við flugmódelvöllinn við Hvaleyrarvatnsveg skammt fyrir vestan Hvaleyrarvatn (leiðin út á Vellina). Skóflur og plöntur á staðnum. Félagið býður upp á hressingu um kl. 13.00 í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma 849-6846 (Árni) og 894-1268 (Steinar).

Alcoa Foundation styrkir gróðursetningu

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands fékk árið 2020 styrk úr styrktarsjóði Alcoa (Alcoa Foundation) til gróðursetningar tíu þúsund plantna á Eskifirði og Úlfljótsvatni árið 2021. Er það verkefni framhald fyrri verkefna sem unnið var fyrir styrki úr samstarfi Alcoa og American Forests.

Sjálfboðaliðahópur Skógræktarfélags Íslands, ásamt verkstjóra, var viku á Eskifirði nú í byrjun september og gróðursetti um helming plantnanna, ásamt því að sinna öðrum verkum fyrir félagið á Eskifirði. Hinn helmingurinn verður svo settur niður á Úlfljótsvatni.

Hópurinn frá Skógræktarfélagi Íslands.