Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2021

Meistaravörn: Áhrif nýskógræktar á jarðveg, kolefnisforða og líffræðilega fjölbreytni á Fljótsdalshéraði

Með Fréttir

Julia C. Bos ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við deild Náttúru og skógar í Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist „Effects of afforestation on soil properties, ecosystem C stocks and biodiversity in East Iceland” á ensku („Áhrif nýskógræktar á jarðveg, kolefnisforða og líffræðilega fjölbreytni á Fljótsdalshéraði“).

Leiðbeinendur eru próf. Bjarni Diðrik Sigurðsson og próf. Ólafur Arnalds við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni.

Vörnin fer fram þriðjudaginn 23. mars 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Teams fjarfundabúnað. Öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig.

Sjá nánar: http://www.lbhi.is/meistaravorn_julia_bos_i_natturu_og_umhverfisfraedi

Fræðsla um vetrarklippingar trjáa og runna

Með Fréttir

Sunnudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur skóga hjá Sameinuðu þjóðunum. Af því tilefni bjóða Skógræktarfélag Íslands og Grasagarður Reykjavíkur upp á fræðslu um vetrarklippingar trjáa og runna. Garðyrkjufræðingarnir Einar Örn Jónsson, Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir fjalla um hvaða trjágróður á að snyrta á þessum árstíma, hvernig bera eigi sig að til að viðhalda heilbrigðum og fallegum runnum og trjám og ekki síst hvað á ekki að gera!

Fræðslan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11, sunnudaginn 21. mars. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir en bent er á að þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna í fræðslunni er grímuskylda.