Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2020

Til hamingju Vigdís!

Með Fréttir

Vigdís Finnbogadóttir fagnar í dag 90 ára afmæli sínu og óskar Skógræktarfélag Íslands henni hjartanlega til hamingju með stórafmælið!

Vigdís hefur verið einn ötulasti talsmaður skógræktar og landgræðslu hérlendis, bæði í forsetatíð hennar og síðar. Fyrir framlag sitt til skógræktar var Vigdís gerð að heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands árið 1984 og hefur hún ávallt sinnt félaginu mjög vel – verið reglulegur gestur á aðalfundum þess og mætt til þeirra viðburða og verka sem félagið hefur óskað eftir, ávallt með ljúfri lund. Má skógræktarhreyfingin hérlendis sannarlega þakka fyrir að eiga slíkan liðsmann.

Skógræktarfólki um allt land sem vill gleðja og heiðra Vigdísi á þessum tímamótum er bent á Styrktarsjóð Stofnunar Vigdísar https://vigdis.hi.is/stofnunin/styrktarsjodur/ en Vigdís er formaður sjóðsins og hefur verið frá upphafi. Vigdís hefur oft látið þess getið að Stofnun Vigdísar og starfsemi hennar sé henni afar hugleikin.

Þess má til gamans geta að Vigdís og Skógræktarfélag Íslands eru jafnaldrar, en félagið fagnar 90 ára afmæli þann 27. júní næst komandi.

 

 

 

Vigdís Finnbogadóttir við gróðursetningu í Borgarnesi árið 2015, en það ár var efnt til gróðursetninga um land allt í tilefni þess að þá voru 35 ár frá því að hún var kosin forseti (Mynd: RF).

Vigdís Finnbogadóttir við gróðursetningu í Borgarnesi árið 2015, en það ár var efnt til gróðursetninga víða um land í tilefni þess að þá voru 35 ár liðin frá því hún var kosin forseti (Mynd: RF).

Congratulations Vigdís!

Með News

The Icelandic Forestry Association offers its heartfelt congratulations to Vigdís Finnbogadóttir, who turns 90 years old today.

Vigdís has been one of the most prominent proponents of forestry and land reclamation in Iceland, both during her presidency and later. For her contribution to forestry Vigdís was made an honorary member of the Icelandic Forestry Association in 1984 and she has always contributed to the Association – been a regular attendee at the Association’s annual general meetings and shown up for those events and works the Association has called her to, always with a smile. The forestry sector in Iceland can be very grateful for having her as part of the team.

Those who wish to honour Vigdís on this occasion can contribute to the Vigdís Finnbogadóttir Institute Fund (https://vigdis.hi.is/en/stofnunin/styrktarsjodur/).

The Icelandic Forestry Association also celebrates this year, but the Association will turn 90 on June 27.

Skortur á lerkifræi

Með Fréttir

Afar lítið lerkifræ er nú fáanlegt frá þeim finnsku frægörðum sem útvegað hafa slíkt fræ til skógræktar á Íslandi. Dugar það fræ sem fæst á þessu vori aðeins til að framleiða um 80.000 plöntur til afhendingar næsta ár. Jafnvel þótt eitthvað verði til af fræi af lerkiblerkiblendingnum ‘Hrym’, sem Skógræktin framleiðir, er ljóst að mun minna lerki verður á boðstólum en verið hefur undanfarin ár.

Skógræktin er nú þegar farin að huga að viðbrögðum við þessari stöðu og má lesa nánar um það í frétt á heimasíðu Skógræktarinnar (hér).