Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2019

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 2019 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri, flytja erindi sem hún nefnir „Kolefnisbinding í trjám og gróðri“.

Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi.

Garðyrkjuverðlaun 2019

Með Fréttir

Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk. við hátíðlega athöfn á opnu húsi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Með verðlaunaveitingunni vill Landbúnaðarháskóli Íslands heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar í hvert skipti að ákveða það.

Dómnefndina skipa eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Eggertsson, verkefnisstjóri, Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar og  Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur.

Það er metnaður skólans að sem flestir komi að því að velja þá aðila sem við viljum heiðra hverju sinni. Óskað er eftir tilnefningum frá öllum þeim sem láta sig málið skipta í þessa þrjá flokka.  Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.

Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:

1)           Heiðursverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans.

2)           Verknámsstaður ársins =>  Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2018, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.

3)            Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem  eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi fimmtudaginn 10. apríl 2019 á netfangið  bjorgvin@lbhi.is.

Fulltrúafundur 2017

Með Fulltrúafundir

Fulltrúafundur skógræktarfélaganna 2017 var haldinn laugardaginn 25. mars í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1. Meginþema fundarins var verkefnið Landgræðsluskógar. Fundargerð fundarins má lesa hér (pdf).

Dagskrá

10:00 – 10:05 Setning. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
10:05 – 10:20 Landgræðsluskógar: Upphaf, tölfræði, breytingar. Starfsfólk SÍ.

10:20 – 10.35 Græðum hraun og grýtta mela. Árni Þórólfsson

10:35 – 12.00 Hópavinna

Plöntu- og landval og gróðursetning
Utanumhald – samningar, skráningar og skýrslugerð
Umhirða og uppbygging innviða í landgræðsluskógunum
Árangursmat – hvað hefur áunnist og hvað mætti betur fara
12:00 – 13:00 Hádegishlé – Súpa og brauð

13:00 – 13:35 Hópstjórar kynna niðurstöður

13:35 – 14:00 Íslensk skógarúttekt og skógar skógræktarfélaganna. Björn Traustason

14:00 – 14:15 Fulltrúi Umhverfisráðuneytis. Björn H. Barkarson

14:15 – 15:00 Umræður og ályktanir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Garðabæjar heldur aðalfund sinn mánudaginn 18. mars 2019 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar 2018
3. Reikningar félagsins 2018
4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
5. Stjórnarkjör:
• Kosning formanns
• Kosning þriggja aðalmanna
• Kosning þriggja varamanna
• Kosning skoðunarmanns reikninga
• Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
• Önnur mál
Kaffiveitingar í boði félagsins

Jóhann Óli Hilmarsson og dr. Ólafur Einarsson munu halda erindi um fuglalíf í Garðabæ sem þeir hafa rannsakað í áraraðir. Í bæjarlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf á skógræktarsvæðum ofan byggðar, við tjarnir, vötn og niður í fjörur.

Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Hvaða tré er þetta? – Vetrargreining trjágróðurs

Með Fréttir, Viðburðir

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars verður boðið upp á fræðslu um vetrargreiningu trjáa og runna, en tré og runnar eru í vetrarbúningi stóran hluta ársins á Íslandi.

Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sér um fræðsluna sem hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 18.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Skógræktarfélags Íslands.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

What tree is that? Identifying trees in winter

Með News

In honour of the International Day of Forests on March 21 the Icelandic Forestry Association, in collaboration with the Hafnarfjörður Forestry Association and the Reykjavík Botanical Garden, will host an education event focused on identifying trees in winter, but trees and shrubs are in their „winter form“ for a large part of the year in Iceland.

Steinar Björgvinsson, general manager of the Hafnarfjörður Forestry Association, will lead a walk through the Reykjavík Botanical Garden, starting at 18:00 at the Garden‘s main entrance.

Everybody welcome!