Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2018

Fræðslufundur: Kópavogur með grænum augum

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar þriðjudaginn 27. febrúar, kl. 20:00.

Á fundinum mun Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, flytja erindi sem nefnist Kópavogur með grænum augum.

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Kaffi og meðlæti í boði félagsins. Allir velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

kort-kiwanis

Útboð: Skógarplöntur fyrir Skógræktarfélag Íslands

Með Skógargöngur

Nýverið var samningur milli Skógræktarfélags Íslands og Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um Landgræðsluskóga framlengdur til bráðabirgða um eitt ár. Jafnframt er unnið að framlengingu til lengri tíma í tengslum við  fjármálaáætlun.

Í ljósi þessa hefur plöntuframleiðsla á plöntum til afhendingar vorið 2019 verið boðin út. Nánari upplýsingar um útboðið má finna á heimasíðu Ríkiskaupa: https://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20714

Skógræktarfélagið Landbót: Aðalfundur

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélagið Landbót heldur aðalfund sinn í golfskálanum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20:00.

Allir velkomnir!

Dagskrá
1. Skipan fundastjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla formanns
4. Yfirlit bókhaldsins frá gjaldkera
5. Kjör stjórnamanna – nýr varamaður
    – Skoðunarmaður reikninga
6. Önnur mál

Nýir félagar hjartanlega velkomnir!

Stjórnin