Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

október 2017

Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndasýning frá Kanadaferð

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Garðabæjar býður til myndasýningar frá ferð Skógræktarfélags Íslands um Alberta og Bresku-Kólumbíu í Kanada í september 2017. Sigurður Þórðarson sýnir myndir og rekur ferðasöguna.

Myndakvöldið er haldið mánudaginn 30. október og hefst kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ. Boðið upp á kaffi í hléi.

Allir velkomnir!

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur um ræktun á Hólasandi

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 26. október og hefst hann kl. 20:00.  Á fundinum mun Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri flytja erindi í máli og myndum um uppgræðslu og skógrækt á Hólasandi – en þar hefur náðst einstaklega góður árangur við uppgræðslu örfoka lands.

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

 

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

 

Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti.


Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar: Kvöldganga

Með Skógargöngur

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu þriðjudaginn 24. október kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan gengið um skógarsvæði Skógræktarfélagsins.

Við upphaf göngunnar flytur Anna Borg, formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræðingur vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að gangan taki um klukkutíma og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar.

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hvetja sem flesta til að mæta í skóginn. Göngufólk er beðið að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

Skógarganga – ljósið í myrkrinu!

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Borgarfjarðar heldur ljósagöngu um skógarstíga í Reykholti á laugardaginn 28. október kl. 18:00. Gangan hefst við Höskuldargerði. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér luktir, kerti eða annað ljós til að glöggva sig á aðstæðum og lýsa upp forvitnilega grósku á leiðinni. Auk þess munu heimamenn, sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson í Véum, gera tilraun til að bregða birtu yfir óljós atriði í myrkviðum skógarins. Fyrir sumum mun þetta kannski verða eina ljósglætan þennan dag – kjördag!

Að lyktum verður kveiktur varðeldur og boðið upp á ljúffenga skógarsnúða og ketilkaffi. Miðað er við að fólk komist heim fyrir kosningavöku í sjónvarpinu.

Sjálfboðaliðagróðursetning

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Hin árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn kemur þann 7. október. Gróðursett verður á Beitarhúsahálsi skammt frá gömlu kartöflugörðunum. Svæðið er skammt frá gatnamótum Kaldárselsvegar og Hvaleyrarvatnsvegar, norðvestur af Þöll. Byrjað verður kl. 10:00 og reiknað er með að gróðursetningin taki um tvær klukkustundir.

Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni.

Allir velkomnir. Komið og takið þátt í uppbyggjandi starfi í góðum félagsskap.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélagsins skoghf.is, fésbókarsíðu eða í síma 555-6455.