Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2017

Fjölskylduskemmtun – Opinn skógur í Brynjudal í Hvalfirði

Með Skógræktarverkefni

Laugardaginn 16. september verður Opinn skógur í Brynjudal í Hvalfirði formlega opnaður.

Icelandair Group er stoltur styrktaraðili Opinna skóga og í tilefni af opnuninni verður hátíðardagskrá með fjölskylduvænni skemmtun. Allir velkomnir!

Svæðið er kjörið berjatínslusvæði auk þess sem hægt er að finna þrautabraut á svæðinu fyrir börn eldri en ca. 10 ára. Fjöldamargar gönguleiðir eru á svæðinu og boðið verður upp á grillaðar pylsur.

Kl. 13:45 Tónlistaratriði
Kl. 14:00 Opinn skógur formlega opnaður.

Ávörp
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands

Kl. 14:30 Léttar veitingar
Kl. 15:00 Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa
Tálgunarnámskeið (kl. 14:00 – 16:00). Ung börn (6-8 ára) verða að vera í fylgd fullorðinna
Þrautabraut og fleira
Kl. 16:00 Dagskrárlok

Hlökkum til að sjá ykkur!

leidtilbrynjudals

Opinn skógur í Brynjudal er sextándi skógurinn sem opnaður er undir merkjum Opins skógar.

 

 

alt


Sveppaganga hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Með Skógargöngur

Helena Marta Stefánsdóttir náttúrufræðingur verður leiðsögumaður í sveppagöngu á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fimmtudaginn 14. september kl. 18:00. Lagt verður af stað frá vesturenda Hvaleyrarvatns þar sem hús bæjarins stóð áður. 

Takið með ykkur körfu, hníf og sveppakver ef þið eigið. Allir velkomnir. 

Nánari upplýsingar í síma 555-6455 eða 894-1268 (Steinar).