Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2017

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Apótekinu, Hafnarborg, fimmtudaginn 30. mars kl. 20.00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður boðið upp á kaffiveitingar.

Að kaffihléi loknu mun Hannes Þór Hafsteinsson, náttúru- og garðyrkjufræðingur, flytja erindi sem hann nefnir “sígrænar plöntur á Íslandi“. Þar mun hann fjalla um sígræna runna, tré og jurtir sem þrífast við íslenskar aðstæður og gleðja augað árið um kring.

Allir velkomnir. Hægt er að gerast félagi á staðnum. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins: skoghf.is eða í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: skoghf@simnet.is

Símkerfi á skrifstofu liggur niðri – hafið samband í tölvupósti eða farsíma

Með Skógargöngur

Símkerfið á skrifstofu félagsins liggur nú niðri og kemur til með að liggja niðri einhvern tíma. Ef þarf að ná í starfsfólk Skógræktarfélagsins sendið tölvupóst eða hafið samband í farsíma.

Brynjólfur: 820-2113, bj@skog.is
Einar: 891-8643, eg@skog.is
Hrefna: 899-6833, hrefna@skog.is
Jón Ásgeir: 865-3080, jon@skog.is
Ragnhildur: 897-1010, rf@skog.is

 

Skógræktarfélag Garðabæjar: aðalfundur 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund mánudaginn 13. mars 2017 og hefst kl. 20:00.

DAGSKRÁ:

 1.         Venjuleg aðalfundarstörf:

1.1.           Kjör fundarstjóra

1.2.           Skýrsla stjórnar 2016

1.3.           Reikningar félagsins 2016

1.4.           Ákvörðun um félagsgjöld 2017

1.5.           Stjórnarkjör. Kjósa skal formann, þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns reikninga.

2.         Önnur mál

3.         Kaffiveitingar í boði félagsins

4.         Erindi Ólafs Njálssonar frá Gróðrarstöðinni Nátthaga: „Sitt lítið af hverju um þintegundir og fleira gott“.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Skógræktarfélag Eyrarsveitar: aðalfundur 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarsveitar verður haldinn í Bæringsstofu í Sögumiðstöðinni föstudaginn 10. mars kl. 17.

Hefðbundin aðalfundarstörf.

Takið þátt í ræktun yndisskóga til kolefnisjöfnunar og útiveru.

Spennandi verkefni framundan.

 

Nýir félagar velkomnir.

 

Stjórnin.