Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustur laugardaginn 30. apríl kl. 13:30.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur segja í máli og myndum frá skemmtilegri ferð til Póllands, sem farin var á vegum Skógræktarfélags Íslands síðast liðið haust.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.
Stjórnin.
Nýlegar athugasemdir