Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2016

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar 2016

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustur laugardaginn 30. apríl kl. 13:30.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur segja í máli og myndum frá skemmtilegri ferð til Póllands, sem farin var á vegum Skógræktarfélags Íslands síðast liðið haust.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.

 

Stjórnin. 

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Vorganga um Undirhlíðar

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir göngu um Undirhlíðar laugardaginn 23. apríl kl. 11.00. Gengið verður frá Kaldárseli með Undirhlíðum og inn í Skólalund og til baka. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumaður er Jónatan Garðarsson, formaður félagsins.

Gangan er hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar „Bjartir dagar“ sem stendur frá 20. – 24. apríl.

Allir velkomnir.

Upplýsingar um viðburði á vegum félagsins má finna á heimasíðunni www.skoghf.is 

Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss 2016

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss verður haldinn miðvikudaginn 13. apríl kl. 20 í starfsmannahúsi Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kynning á hugmyndum um endurbætur og uppbyggingu við Hellinn og umhverfi hans.

Félagar, nýir sem gamlir, velkomnir. Léttar veitingar.
 

Sjá á heimasíðu Skógræktarfélags Árnesinga – http://hellisskogur.is/

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2016

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2016 verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, mánudaginn 11. apríl kl. 20.00.

Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Myndasýning úr starfi félagsins í tilefni 60 ára afmælis þess árið 2015

Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir.

Kaffiveitingar verða á staðnum.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2016 og ráðstefna

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 9. apríl í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 14:00. Að loknu kaffihléi verður ráðstefna á sama stað um notagildi upplandsins og framtíð skógræktar í bæjarlandinu, í tilefni þess að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fagnar sjötíu ára afmæli sínu í ár.

Dagskrá ráðstefnu:
Kl. 15.00 – 17.00
Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs ávarpar fundinn
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri – Árangur í skógrækt, við getum gert betur 
Þráinn Hauksson landslagsarkitekt – Útivistartækifærin í upplandi Hafnarfjarðar
Pétur Svavarsson hlaupari – Utanvegahlaup um svæði Skógræktar

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins skoghf.is og fésbókarsíðu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar 2016

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn laugardaginn 2. apríl kl. 14:00 í fundasal á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Sigríður Erla Elefsen skógfræðingur flytja erindi er nefnist „Skjólbelti og skógar í þjónustu vegfarenda“.

Kaffiveitingar í boði og bæði gamlir og nýir félagar velkomnir!