Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2015

Gleðileg jól!

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sérstakar kveðjur fá aðildarfélög og félagsmenn þeirra, einnig aðrir velunnarar, samstarfs- og styrktaraðilar.

gledilegjol

Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú um helgina komu síðustu hópar þessa árs í heimsókn í Jólaskóginn í Brynjudal og nutu þess að finna sér jólatré í veðurblíðunni, en sérlega gott veður var um helgina (þó það sé reyndar alltaf gott veður inni í skóginum!).

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim sem sóttu sér tré í Jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári.
 

Svipmyndir frá heimsóknum ársins má sjá á Facebook-síðu félagsins.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu núna síðustu dagana fyrir jól eru:
 

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum dagana 21.-23. desember, kl. 11-16.

Björgunarsveitin Brák, í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar, er með jólatrjáasölu á Frumherjaplaninu í Borgarnesi dagana 21.-23. desember kl. 17-21.

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Þöll er opin 21.-22. desember, kl. 10-18 báða dagana. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar er opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/


Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Umsókn í Minningarsjóð Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson

Með Ýmislegt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða um fjórar milljónir króna. Umsóknum skal skila eigi síðar en 25. janúar 2016.

Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Skógræktarfélags Íslands, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi. Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá.

Nánari upplýsingar gefur formaður sjóðsins, Guðbrandur Brynjúlfsson, í síma 844-0429, netfang buvangur@emax.is.


Umsóknum skal skila til:

Landgræðslusjóður
b/t Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
Þórunnartúni 6
105 Reykjavík

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 19.-20. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (19.-20. desember) eru:
 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 20. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum helgina 19-20. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi laugardaginn 19. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 19.-20. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Grafarkoti sunnudaginn 20. desember kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar og í Holti laugardaginn 19. desember, kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Brák.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 19.-20. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar er með jólatrjáasölu í Brekkuskógi við Grundarfjör helgina 19.-20. desember, kl. 13-15 á laugardeginum og kl. 13-16 á sunnudeginum.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 19.-20. desember, kl. 10-18.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn 20. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólatrjáasölu í Bolholtsskógi sunnudaginn 20. desember, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 19.-20. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
 

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 12.-13. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (12.-13. desember) eru:
 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 13. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 12.-13. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti sunnudaginn 13. desember kl. 11-15 og í Grafarkoti sama dag kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar er með jólatrjáasölu á Söndum laugardaginn 12. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 12.-13. desember, kl. 11-15. 

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólatrjáasölu í Smalaholti laugardaginn 12. desember kl. 12-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 12.-13. desember, kl. 10-18. Sjá nánar á heimasíðu félagsins –http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu í teig ofan Bræðratungu laugardaginn 12. desember kl. 13-15.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 12.-13. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
 

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 20:00 í Gullsmára 13 (Félagsheimili aldraðra)

Dagskrá
1. Þorsteinn Tómasson jurtaerfðafræðingur flytur áhugavert erindi um tilraunir með erfðabreytt birki og skýrir frá árangri þessara tilrauna á síðustu árum
2. Bragi Michaelsson segir frá atvinnuátaki félagsins s.l sumar og félagstarfinu
3. Jólahappdrætti (10 jólatré eru vinningar kvöldsins)

Veitingar í boði félagsins.

 

Stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta félagsmenn og eru aðrir gestir einnig velkomnir!