Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

október 2015

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Skógar- og garðaganga

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til göngu um Áslandið laugardaginn kemur 24. október, fyrsta vetrardag. Lagt verður af stað frá Áslandsskóla. Hugað verður að gróðri í görðum í Áslandi og gengið um skóginn við Ástjörn.

Lagt af stað kl. 11.00. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumaður verður Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins.

Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.skoghf.is eða í síma: 555-6455.

Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndakvöld frá þjóðgörðum í Póllandi

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Garðabæjar býður öllum áhugasömum til myndakvölds mánudaginn 19. október sem hefst kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.

Fjallað verður um ferð skógræktarfélaganna til Póllands í síðastliðnum mánuði þar sem notið var skóga og menningar. Sigurður Þórðarson segir frá áhugaverðri ferð um fjöll, skóga og borgir í Póllandi, Erla Bil Bjarnardóttir sýnir myndir úr ferðinni.

Ferðin var skipulögð af Skógræktarfélagi Íslands.

Allir velkomnir.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Ljósaganga

Með Skógargöngur

Þriðjudaginn 6. október standa Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir ljósagöngu í Höfðaskógi. Gengið verður frá Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg kl. 19:30. Við upphaf göngunnar flytur Anna Borg Harðardóttir, formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, ávarp. Síðan verður gengið út í skóg undir leiðsögn Steinars Björgvinssonar. Gangan tekur um eina klukkustund.

Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér viðeigandi ljósfæri – vasaljós eða luktir – þar sem skuggsýnt verður orðið. Að göngu lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og kleinur í húsakynnum Þallar.

Allir velkomnir.

skhafn-ljosa